Um okkur 2018-04-09T22:44:13+00:00

Við erum Batik

Við sérhæfum okkur í merkingum á fatnaði og auglýsingavörum. Við leggjum metnað í þau verkefni sem við tökum okkur fyrir hendur og skilum vörunni ekki af okkur fyrr en viðskiptavinurinn er ánægður. Í gegnum árin höfum við byggt upp gott samstarf við trausta og heimsþekkta framleiðendur og þannig tryggjum við bestu gæðin og framúrskarandi hönnun hverju sinni. Þar að auki höfum við nýlega fjárfest í nýjum tækjabúnaði sem gerir okkur kleift að verða fremstir í okkar fagi og bjóða upp á vörur og þjónustu sem mætir síbreytilegum kröfum viðskiptavina okkar.

Fyrirtækið okkar

Þórarinn Einar Þórarinsson stofnaði og hóf rekstur Batik ehf vorið 2007 eftir að hafa starfað sem deildarstjóri merkingadeildar hjá 66°N í um 30 ár. Hugmyndin að stofnun fyrirtækisins voru fyrirspurnir ferðamannaverslana og hönnuða um silkiprentun á stærri fyrirmyndum á boli en tíðkaðist hér á landi og ekki virtist auðvelt að fá gert. Starfsemin þróaðist síðan fljótlega í alhliða merkingar og sölu á fatnaði til fyrirtækja, verslana og félagssamtaka. Í dag býður Batik, auk silkiprentun upp á bróderingar (ísaumur) og færimyndamerkingar (transfer printing) á fatnað.

Á árinu 2009 var samið við þýska fyrirtækið Daiber Gmh að gerast dreifingaraðili á Íslandi fyrir vörulínur þess á James & Nicholson fatnaði og Myrtle Beach húfum. Þar með styrktist staða fyrirtækisins til muna þar sem Daiber er sennilega með fjölbreyttasta vöruúrval sem þekkist frá einu og sama fyrirtækinu á þessum markaði. Auk þess að bjóða gæða bómullar boli allskyns peysur á hagstæðum verðum bjóða þeir fjölbreyttan lífsstíls fatnað fyrir athafnasamt fólk, hvort sem er til vinnu eða leiks. Má þar nefna meðal annars íþróttafatnað úr hátæknilegum efnum fyrir hlaupara, hjólreiðafólk, hópíþróttir, golf o.fl. Þá er úrvalið í húfunum frá Myrtle Beach ótrúlegt. Þrátt fyrir þetta eru þeir með yfir 95 % afhendingaöryggi í afgreiðslum frá lager í Þýskalandi. Einnig heldur Batik þjónustulager af vinsælustu tegundum og litum á Bíldshöfða 16.

Við í Batik höfum um árabil sérhæft okkur í merkingum á fatnaði og auglýsingavörum. Nýverið fjárfestum við í nýjum tækjabúnaði sem gerir okkur kleift að anna mikilli eftirspurn og skila af okkur merkingum á vörum til fyrirtækja, hratt og örugglega. Við bjóðum upp á silkiprentun, ísaum í fatnað (brodering), færimyndamerkingar, UV prentun og hitastönsun. Til þess að kynnast þessum aðferðum nánar sem og þjónustu okkar er kemur að merkingum, vinsamlegast smelltu á tengilinn hér að neðan.

Lesa meira

Frá stofnun fyrirtækisins höfum við í Batik lagt allt kapp á að tryggja viðskiptavinum okkar gæðafatnað á sanngjörnu verði. Við erum einkar stoltir af því að geta boðið viðskiptavinum okkar upp á nýtískulegan og endingagóðan klæðnað frá heimsþekktum framleiðendum á borð við Sol´s, James & Nicholson og Karlowsky.

Sjá allar vörur

Við erum með opið alla virka daga frá klukkan 08:00 – 16:00. Lokað er um helgar.

Vörumerkin

Þýski framleiðandinn Daiber hefur um árabil verið leiðandi á markaði þegar kemur að fatnaði fyrir fyrirtækjamarkað, tómstundir, íþróttir og viðskipti. Fyrirtækið hefur yfir að ráða tveimur heimsþekktum vörumerkjum; James & Nicholson og Myrtle Beach og hefur um árabil lagt allt kapp á að framleiða gæða tískufatnað sem mætir kröfum nútímans.

Lesa meira

Allt frá því að fyrirtækið var stonfað árið 1991 hefur franski fataframleiðandinn Sol´s verið leiðandi á evrópskum markaði og í dag spannar heildsölunet þeirra um 60 lönd og 230 borgir. Sol’s framleiðir fatnað fyrir bæði konur, karla og börn en auk þess framleiðir fyrirtækið einnig töskur og aðra fylgihluti. Helsta áhersla fyrirtækisins hefur verið sú að hanna og framleiða hágæða tískufatnað, íþróttafatnað, vinnufatnað, útivistarfatnað og fatnað fyrir viðskiptalífið.

Lesa meira

Karlowsky hefur verið starfrækt síðan undir lok 19. aldar og hefur á undanförnum áratugum skipað sér sess meðal fremstu vörumerkja heims er framleiða fatnað fyrir fyrirtækjamarkað. Karlowsky sérhæfir sig í fatnaði fyrir starfsfólk í veitinga- og þjónustugeiranum, iðnaðarmenn, hótelstarfsfólk o.fl. Þessi vandaði fatnaður hentar fyrirtækjum af ólíkum stærðum og gerðum sem vilja að ásýnd starfsfólks þeirra sé fyrirtækinu til sóma. Það er okkur sönn ánægja að bjóða upp á fatnað frá Karlowsky sem fyrirtæki á Íslandi hafa í auknum mæli verið að nýta sér.

Lesa meira

Fatnaður fyrir ferðaþjónustuna

Batik selur og sérmerki fatnað fyrir flestar iðn- og þjónustugreinar. Fatnaðurinn okkar er frá þekktum framleiðendum og úr vönduðum efnum. Sérmerkingar veita fatnaðinum sérstöðu og passa að starfsfólkið þitt sé vel merkt og sýnilegt

Fólkið okkar

Gestur Már Þórarinsson
Gestur Már ÞórarinssonMeðeigandi og starfandi framkvæmdastjóri
Þórarinn Einar Þórarinsson
Þórarinn Einar ÞórarinssonMeðeigandi og framleiðslustjóri
Elías Sigurðsson
Elías SigurðssonSölu og markaðsstjóri
Karl Brynjar Björnsson
Karl Brynjar BjörnssonÞjónustustjóri