Við erum Batik
Við sérhæfum okkur í merkingum á fatnaði og auglýsingavörum. Við leggjum metnað í þau verkefni sem við tökum okkur fyrir hendur og skilum vörunni ekki af okkur fyrr en viðskiptavinurinn er ánægður. Í gegnum árin höfum við byggt upp gott samstarf við trausta og heimsþekkta framleiðendur og þannig tryggjum við bestu gæðin og framúrskarandi hönnun hverju sinni. Þar að auki höfum við nýlega fjárfest í nýjum tækjabúnaði sem gerir okkur kleift að verða fremstir í okkar fagi og bjóða upp á vörur og þjónustu sem mætir síbreytilegum kröfum viðskiptavina okkar.
Fyrirtækið okkar
Á árinu 2009 var samið við þýska fyrirtækið Daiber Gmh að gerast dreifingaraðili á Íslandi fyrir vörulínur þess á James & Nicholson fatnaði og Myrtle Beach húfum. Þar með styrktist staða fyrirtækisins til muna þar sem Daiber er sennilega með fjölbreyttasta vöruúrval sem þekkist frá einu og sama fyrirtækinu á þessum markaði. Auk þess að bjóða gæða bómullar boli allskyns peysur á hagstæðum verðum bjóða þeir fjölbreyttan lífsstíls fatnað fyrir athafnasamt fólk, hvort sem er til vinnu eða leiks. Má þar nefna meðal annars íþróttafatnað úr hátæknilegum efnum fyrir hlaupara, hjólreiðafólk, hópíþróttir, golf o.fl. Þá er úrvalið í húfunum frá Myrtle Beach ótrúlegt. Þrátt fyrir þetta eru þeir með yfir 95 % afhendingaöryggi í afgreiðslum frá lager í Þýskalandi. Einnig heldur Batik þjónustulager af vinsælustu tegundum og litum á Bíldshöfða 16.