Batik leitar af starfsfólki

Við hjá Batik erum að leita að flottum, hressum og hæfileikaríkum starfsmönnum í eftirfarandi störf:

 

Sölumaður á fyrirtækjasviði

Starfslýsing
Leitum að duglegum og metnaðarfullum einstaklingi sem er góður í mannlegum samskiptum og getur unnið sjálfstætt. Starfið felur í sér sölu á fatnaði og auglýsingvörum til fyrirtækja, félagasamtaka og íþróttafélaga þar sem lagt er upp úr góðum og langvarandi viðskiptasamböndum. Viðkomandi starfsmaður mun jafnframt halda utan um samskipti við erlenda birgja og samskipti við lykil viðskiptavini Batik.

Starfskröfur
– Reynsla af sölumennsku æskileg.
– Góð almenn tölvukunnátta.
– Sjálfstæði í starfi og geta unnið í hópi.
– Þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum.
– Sveigjanleiki og frumkvæði í starfi.
– Gott vald á ensku og íslensku í ræðu og riti

 

Starfsmaður í framleiðslu og prentun í silkiprentsdeild

Starfslýsing
Við leitum að starfskrafti sem mun starfa við silkiprentun og undirbúnng verkefna fyrir prentun á fatnaði en Batik sérhæfir sig í prentun á fatnaði fyrir fyrirtæki, félagsamtök og einstaklinga. Starfið felur í sér umsjón og eftirfylgni með jafnt stórum sem smáum verkefnum en auk þess mun viðkomandi starfsmaður vinna við grafíska uppsetningu í samvinnu við aðra starfsmenn. Lögð er áhersla á gæða framleiðslu og góð samskipti við bæði samstarfsfólk sem og viðskiptavini.

Starfskröfur
– Handlægni og almenn verkkunnátta
– Geta til að stýra verkefnum og taka að sér verkstjórn
– Góð almenn kunnátta á myndvinnsluforrit á borð við Photoshop og Illustrator.
– Sjálfstæði í starfi og geta unnið í hópi.
– Sveigjanleiki og frumkvæði í starfi.
– Gott vald á ensku og íslensku í ræðu og riti

Auk þess leitum við að hressum og öflugum starfsmönnum í merkingar frágang og pökkun, 100% starf í boði sem og sumarvinna.

Umsóknir með ferilskrá óskast sendar með tölvupósti á netfangið gestur@batik.is

Öllum umsóknum verður svarað.

2017-05-11T23:25:11+00:00