Vinsælar vörur
Okkar vinsælustu vörur
Vandaður starfsmannafatnaður
Batik selur og sérmerki fatnað fyrir flestar iðn- og þjónustugreinar. Fatnaðurinn okkar er frá þekktum framleiðendum og úr vönduðum efnum. Sérmerkingar veita fatnaðinum sérstöðu og passa að starfsfólkið þitt sé vel merkt og sýnilegt

Við erum Batik
Við sérhæfum okkur í merkingum á fatnaði og auglýsingavörum og leggjum metnað í þau verkefni sem við tökum okkur fyrir hendur. Í gegnum árin höfum við byggt upp gott samstarf við trausta og heimsþekkta framleiðendur og þannig tryggjum við bestu gæðin og framúrskarandi hönnun hverju sinni. Með fjárfestingum í nýjum tækjabúnaði setjum við stefnuna á að verða fremstir í okkar fagi og bjóða upp á vörur og þjónustu sem mætir síbreytilegum kröfum viðskiptavina okkar.
Hótel og veitingahús
Batik þekkir kröfur hótel- og veitingaiðnaðarins vel og býður heildarlausnir fyrir hótel og veitingahús. Fatnaðurinn okkar er frá viðurkenndum framleiðendum og uppfyllir ítrustu gæðakröfur. Þægilegur, endingargóður og slitsterkur. Sérmerkjum eftir óskum viðskiptavina.
Ísaumur & silki prentun
Batik hefur á að skipa fjölbreyttum tækjabúnaði til merkingar á fatnaði og auglýsingavörum.
Íslandsbolir
Flottir sérhannaðir bolir þar sem áhersla er lögð á íslenska náttúru, menningu og hefð.
Auglýsingavörur
Vandaðar auglýsingavörur sem hægt er að láta merkja með merki fyrirtækis